Stjórn ítalska flugfélagsins Alitalia hefur samþykkt yfirtökutilboð Air France sem hljóðar upp á 138 milljónir evra. Talið er að viðskiptin muni bjarga flugfélaginu frá gjaldþroti, að því er BBC greinir frá.

Ítalska ríkið á 49,9% hlut í Alitalia, en ríkinu mistókst að selja félagið árið 2007 sem hefur verið rekið með tapi síðustu fimm árin.

Tilboð Air France bauð hluthöfum eitt bréf í Air France fyrir hver 160 í Alitalia, sem er 81% undir núverandi gengi.