Franska flugfélagið Air France hefur fellt niður 55% af öllum flugum sínum í dag vegna verkfalls flugmanna félagsins. Ríflega helmingur flugmanna mun leggja niður vinnu í dag.

Vinnudeila flugmanna og Air France hefur staðið yfir í tvær vikur og buðust flugmenn til að fresta verkfalli á föstudag ef óháður sáttasemjari væri kallaður að borðinu. Air France vildi ekki gera það svo lengi sem viðræður væru enn í gangi.

Air France hefur sagt að verkfallsaðgerðir flugmanna kosti félagið um 20 milljónir evra á dag, eða um þrjá milljarða króna.

Viðbót: Verkfallinu hefur verið frestað, að því er kemur fram í frétt BBC, sem hefur eftir talsmanni flugmanna að þeir vilji halda viðræðum áfram í rólegra umhverfi.