Air France, sem er að hluta til í eigu franska ríkisins, tilkynnti í dag að það hyggist segja upp allt að 5 þúsund manns í aðgerðum til þess að skera niður kostnað hjá fyrirtækinu. Þetta er um 7% af heildarvinnuafli Air France.

Uppsagnirnar, ásamt fleirum aðgerðum, eiga að draga úr kostnaði hjá flugfélaginu um 2,5 milljarða dollara.

Þetta þykja ekki góðar fréttir fyrir nýja forseta Frakklands, Francois Hollande, því hann þarf að berjast við 10% atvinnuleysi sem er það mesta í heila öld. Hollande hefur gefið það út að ríkisstjórnin hans mun gera dýrt fyrir fyrirtæki að segja upp fólki.