Air Green­land hef­ur keypt þrjá­tíu pró­sent hlut í Norður­flugi en fjár­fest­ing­in nem­ur um tvö hundruð millj­ón­um króna. Greint er frá þessu á mbl.is .

Þar kemur fram að með kaupunum taki Norðurflug yfir tvær þyrlur frá Air Greenland auk þess sem önnur verði í láni í vetur og næsta sumar. Þyrlum Norðurflugs fjölgar þannig úr tveimur í fimm.

Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, segir í samtali við mbl.is að félögin hafi átt í góðu samstarfi síðustu fimm ár. Mikill vöxtur hafi verið í starfseminni á liðnum árum og segir hann að fleiri þyrlur bjóði upp á fleiri ferðir og meiri sveigjanleika í bókunum.