Air One, sem er næst stærsta flutningsfyrirtæki Ítalíu, greindi frá því í gær að félagið hefði skrifað undir samkomulag um að kaupa 50 Airbus A320 flugvélar. Í kjölfarið mun slíkum vélum Air One fjölga upp í 90 talsins. Þrátt fyrir að fyrirtækið hafi ekki viljað gefa upp kaupverðið, þá er líklegt að það sé í kringum 3,6 milljarðir Bandaríkjadala.

Samkvæmt samkomulaginu er gert ráð fyrir því að vélarnar verði afhentar árið 2012 og eru liður í þeirri stefnu Air One að auka markaðshlutdeild sína á alþjóðlegum mörkuðum. Það hyggst fjölga evrópskum áætlunarleiðum sínum úr 9 upp í 35 fyrir árið 2012.