Lettneska flugfélagið airBaltic hefur hafið flug til níu áfangastaða frá Ríga frá og með í dag, og þar með flýgur félagið til 35 áfangastaða í Evrópu.

Hinir nýju áfangastaðirnir eru Amsterdam í Hollandi, Brussel í Bretlandi, Dublin í Írlandi, Gautaborg í Svíþjóð, Lisbon í Portúgal, Prag í Tékklandi, Vínarborg í Austurríki og Zurich í Sviss.

Flugfélagið flýgur beint frá höfuðborgum allra þriggja Eystrasaltslandanna, Riga í Lettlandi, Tallinn í Eistlandi og Vilnius í Litháen til ýmissa viðskiptamiðstöðva og ferðamannaáfangastaða. Vegna kórónuveirufaraldursins er lögð aukin áhersla á þrif um borð og fá allir farþegar andlitsgrímur og sótthreinsunarklúta.

Martin Gauss forstjóri airBaltic segir samkvæmt fréttatilkynningu: „Við fögnum ákvörðun lettnesku ríkisstjórnarinnar að draga úr ferðatakmörkunum, á sama tíma og þau halda áfram að setja öryggi og heilsu í forgang. Það gerir okkur kleift að fjölga áfangastöðum sem eru nauðsynlegir fyrir samgöngur Lettlands og Eystrasaltslandanna.“