Flugfélögin Airberlin og Icelandair voru stundvísust við brottfarir frá Keflavíkurflugvelli í júlí með 76% brottfara á réttinum tíma. Þá var Airberlin stundvísast við komur til Keflavíkur með 87% stundvísi. Þetta kemur fram í könnun Dohop þar sem notast er við tölur frá Isavia.

Icelandair lenti í Keflavík á réttum tíma í 74% tilvika. Wow air var hins vegar óstundvísasta flugfélagið annan mánuðinn í röð bæði við brottfarir og komur. Voru brottfarir félagsins frá Keflavíkurflugvelli þannig á réttum tíma í 73% tilvika en komur í 69% tilvika.

Þá voru brottfarir Easyjet á réttum tíma í 74% tilvika og komur í 84% tilvika.

Við útreikningana eru sóttar upplýsingar um áætlaða brottfarar- og komutíma einstakra fluga og þær tölur bornar saman við raunverulegan tíma brottfara og koma. Aðeins eru birtar tölur flugfélaga sem eru með fleiri en 50 áætlunarflug á mánuði.