Airbnb leigumiðlunin hefur lofað umbótum og því að síðan hætti að fylla borgir sem búa við íbúðarskort af leiguhúsnæðum. Aðgerðir Airbnb snúast meðal annars að takmörkunum á útleigu í borgum á borð við London og Amsterdam, þar sem að vandamálið hefur verið nokkuð alvarlegt vegna húsnæðisskorts og hás leiguverðs. CNN Money greinir frá.

Því getur fólk ekki leigt út húsin sín lengur en í 90 daga á ári í London og 60 daga í Amsterdam. Þrátt fyrir að svæðislög kveðja nú þegar á slíkar takmarkanir hefur reynst erfitt að framfylgja þeim. Hins vegar ætti þetta að breytast ef að Airbnb styðja við þau með aðgerðum sínum.

Íbúar borganna hafa þurft að glíma við hærri húsaleigu og húsnæðisverð. Sama er uppi á teningnum hér á Íslandi, þar sem að ein af hverjum átta íbúðum í 101 Reykjavík er í útleigu er í gegnum Airbnb.

Eins og Viðskiptablaðið hefur áður greint frá er New York meðal þeirra borga sem íhuga nú bann á Airbnb íbúðum