Skáður gistirýmum á Airbnb hefur fjölgað um 126% á tæpu ári. Skráð gistirými voru 1.188 í dsesember 2014 en í lok nóvember voru þau 2.681 talsins. Þetta kemur fram í skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna.

Á 12 mánaða tímabili frá og með nóvember á árinu 2014 voru seldar um 89,5 þúsund nætur í gegnum Airbnb á þeim gistirýmum sem skráð eru í Reykjavík. Ef gert er ráð fyrir því að fjöldi gesta hafi verið samkvæmt leyfilegu hámarki hverju sinni má áætla að fjöldi gistinótta3 yfir áðurgreint 12 mánaða tímabil hafi verið 357,6 þúsund. Til samanburðar voru fjöldi gistinótta hótela á höfuðborgarsvæðinu 1.782 þúsund. Seldar gistinætur í gegnum Airbnb nemur því um 20% af fjöldi gistinótta á hótelum.

Á 12 mánaða tímabili frá og með nóvember á árinu 2014 voru heildartekjur aðila með skráð gistirými á Airbnb í Reykjavík um 2,22 milljarðar króna. Tekjur hótela á höfuðborgarsvæðinu yfir sama tímabil námu 14,5 mö.kr. Nema tekjur í gegnum Airbnb yfir 12 mánaða tímabil því rúmlega 15% af þeim tekjum sem hótelmarkaðurinn aflaði yfir sama tímabil.

Meðallengd dvalar þeirra aðila sem nýta sér íbúðargistingu er 3,3 nætur og er dvalartíminn alla jafnan lengri yfir kaldari mánuði ársins.