Leigusíðan Airbnb hefur bætt Kúbu við sem áfangastað. Yfir 1000 íbúðir eru nú þegar á skrá, en einungis notendur í Bandaríkjunum geta bókað húsnæði vegna viðskiptabanns Bandaríkjanna. Þessu greinir BBC frá.

Forsvarsmenn Airbnb telja þá að Kúba gæti orðið einn af þeirra stærstu mörkuðum í Rómönsku Ameríku. En þar hafa heimamenn leigt út herbergi til ferðamanna í áratugi.

Húsnæðin sem í boði eru kosta allt frá 2000 krónur nóttina fyrir herbergi í Trinidad upp í 140 þúsund króna fimm herbergja skála í Havana.