Airbnb sækist eftir því að safna milljarði bandaríkjadala frá fjárfestum. Ef þetta tekst mun fyrirtækið vera metið á 25 milljarða dollara samkvæmt sérfræðingum.

Ef þetta tekst hefur Airbnb meira en tvöfaldast í verðmætum síðan á síðasta ári þegar það var metið á 10 milljarða dollara eftir 500 milljón dollara söfnun í apríl

Sérfræðingar telja þó að ástandið muni ekki vara að eilífu, fyrirtæki hafi stuttan glugga til að safna svona miklu fjármagni. Airbnb er einungis að nýta sér tækifærið. Í mars á þessu ári var áætlað að fyrirtækið hefði verið með tekjur upp á 160 milljónir dollara. Hins vegar tapaði það yfir 150 milljónir dollara á síðasta ári og telja sérfræðingar að það muni tapa 200 milljónum dolllara á árinu.

Airbnb sem stofnað var árið 2008 er nú með starfsemi í 34 þúsund borgum og 190 löndum.