Fyrsta flug Airbus A350XWB vélarinnar, sem er nýjasta vél evrópska flugvélaframleiðandans, mun fara fram í fyrramálið kl. 8 á íslenskum tíma. Hægt verður að fylgjast með fyrsta flugtakinu í beinni útsendingu á netinu og mun útsendingin standa yfir þangað til að vélin lendir aftur.

Hér má fylgjast með útsendingunni sem hefst kl. 7 í fyrramálið.

Fyrsta vélin, með skráningarnúmerið MSN1, hefur síðustu daga farið í gegnum hinar ýmsu prófanir sem fylgja framleiðslu á nýrri vél. Í gær fóru fram prófanir á bremsubúnaði vélarinnar.

A350XWB hefur verið í þróun frá árinu 2004. Stafirnir XWB standa fyrir extra wide body en í almennu farrými verður pláss fyrir níu sæti í hverri sætaröð auk þess sem gangarnir í vélinni verða litlu breiðari en þekkst hefur hingað til. Vélin er í raun svar Airbus við Boeing 777 og Boeing 787 Dreamliner vélum bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing.

Sem kunnugt er eru Airbus vélanar framleiddar víðs vegar um Evópu. Vængir vélanna eru framleiddir í Braughton í Englandi, stjórnklefarnir eru framleiddir á Spáni og skrokkar vélanna eru flestir framleiddir í St. Naziaire í Frakklandi. Þetta er síðan allt flutt til Toulouse í Frakklandi þar sem vélarnar eru settar saman. Þar eru jafnframt höfuðstöðvar Airbus.

Sem fyrr segir er A350 vélin nýjasta vél Airbus. Vélinni er ætlað að keppa við Boeing 777 og Boeing 787 Dreamliner. Skrokkur vélarinnar verður að mestu búinn til úr koltrefjum títaníum og loks úr léttu áli og á það samkvæmt gögnum frá Airbus að gera vélina léttari og þar með umhverfisvænni. Þá er gert ráð fyrir að vélin eyði um 17-18% minna eldsneyti en Beoing vélarnar. Flugdrægni A350 verður um 8.500 sjómílur, eða um 15.600 km.

Fyrir utan það að vera ekki tveggja hæða er hönnun A350 vélarinnar að mörgu leyti byggð á hönnun A380 vélarinnar. Þannig verður flugstjórnarklefinn svo að segja hinn sami auk þess sem grunnskrokkur, farþegarými og allt rafmagnskerfi vélarinnar er líkt og það sem er í A380.

Vélin verður framleidd í þremur stærðum, A350-800 sem mun sitja um 270 farþega, A350-900 sem mun sitja um 314 farþega og A350-1000 sem mun sitja allt að 350 farþega.

Nú þegar hafa 613 vélar verið pantaðar. Flestar þeirra, eða 414, eru af gerðinni A350-900 en þá hafa 89 vélar af gerðinni A350-800 verið pantaðar og 110 vélar af gerðinni A350-1000 sem er sem fyrr segi lengsta útgáfan af vélinni. Gert er ráð fyrir að fyrsta vélin verði afhent til almennrar notkunar á næsta ári, en Qatar Airways mun fá fyrstu vélina til afnota.

Fyrstu vél Airbus af gerðinni A350XWB eftir að búið er að mála hana í litum Airbus. (Mynd: Airbus)
Fyrstu vél Airbus af gerðinni A350XWB eftir að búið er að mála hana í litum Airbus. (Mynd: Airbus)

Fyrstu vél Airbus af gerðinni A350XWB eftir að búið er að mála hana í litum Airbus. (Mynd: Airbus)

Fyrsta eintakið af nýjustu hönnun Airbus, A350XWB sem hlýtur framleiðslunúmerið MSN001.
Fyrsta eintakið af nýjustu hönnun Airbus, A350XWB sem hlýtur framleiðslunúmerið MSN001.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Fyrsta eintakið af nýjustu hönnun Airbus, A350XWB sem hlýtur framleiðslunúmerið MSN001.

Samsetning Airbus A350XWB hefst í Toulouse í Frakklandi þann 05.0412.
Samsetning Airbus A350XWB hefst í Toulouse í Frakklandi þann 05.0412.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Samsetning Airbus A350XWB hefst í Toulouse í Frakklandi þann 05.0412.

Líkan af Airbus A350XWB.
Líkan af Airbus A350XWB.
© Gísli Freyr Valdórsson (VB MYND/GFV)

Líkan af farþegarými Airbus A350XWB.

Líkan af Airbus A350XWB.
Líkan af Airbus A350XWB.
© Gísli Freyr Valdórsson (VB MYND/GFV)

Séð inn í líkan af vélinni.

Líkan af Airbus A350XWB.
Líkan af Airbus A350XWB.
© Gísli Freyr Valdórsson (VB MYND/GFV)

Líkan af Airbus A350XWB.

Ferþegarými A350 vélarinnar.
Ferþegarými A350 vélarinnar.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Business class farþegarými.

Flugstjórnaklefi A350
Flugstjórnaklefi A350
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Flugstjórnaklefi A350.

Tölvulíkan af Airbus A350 - nýjustu vél Airbus.
Tölvulíkan af Airbus A350 - nýjustu vél Airbus.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)