Forstjóri þróunarsviðs Airbus, Christian Streiff, segir að það gæti tekið fyrirtækið áratug að ná að standa jafnfætis samkeppnisaðilanum Boeing, segir í frétt Financial Times.

Airbus gaf nýverið út 415 milljarða krónu afkomuviðvörun vegna aukinna tafa við afhendingu á A380 þotunum. Aðeins einum degi síðar tilkynnti Streiff að vandræði hafi komið upp við framleiðslu á A400M herþotunni sem ætluð er til flutninga, en Streiff segir að enn hafi ekki tekist að fá framleiðsluna til að standa undir kostnaði, segir í fréttinni.

Greiningaraðilar telja þó að slæmt gengi Airbus muni ekki verða Boeing sérstaklega til góða þar sem framleiðsla Boeing væri að mestu upppöntuð næsta áratuginn.

Hlutabréf í EADS, móðurfélagi Airbus hafa hríðfallið að undanförnu og hafa lækkað um meira en þriðjung síðan í júní.