Forstjóri Airbus, Guillaume Faury, segir að flugvélaframleiðandinn muni á næstu misserum einblína á að leita leiða til að þróa og endurbæta þær flugvélar sem eru hluti af núverandi þotuframboði félagsins. Reuters greinir frá.

Á sama tíma kvaðst hann vongóður um áframhaldandi framfarir sem styðji við þróun vetnis sem eldsneytisgjafa í fluggeiranum.

Airbus áformar að framleiða fyrstu kolefnishlutlausu farþegaflugvél heims og er vonast til að umrædd vél hefji sig til lofts árið 2035.