Flugvélaframleiðandinn Airbus er nú að þróa nýja útgáfu af A350-900 vélunum sem mun gera Singapore Airlines kleift að endurvekja beint flug frá Singapúr til Bandaríkjanna sem er lengsta flug heims.

Airbus er að vinna í því að draga úr þyngd vélarinnar til þess að beint flug Singapore Airlines til New York verði ódýrara fyrir árið 2018. Singapore Air hætti nærri 19 tíma beinu flugi frá Singapúr til New York árið 2013 sem lengdi flugtíma ferðalanga um 5 tíma vegna millilendinga. Í júní sagði Goh Choon Phong, framkvæmdastjóri Singapore Airlines að enginn flugvél væri nógu hagsýn fyrir flugið og biðlaði til Airbus og Boeing að þróa nýjar þotur.

Áður fyrr þegar Singapore Airlines buðu upp á þetta flug var einungis um stórt Business Class rými að ræða með 100 sætum, en það flug borgaði sig ekki. Flugið frá Singapúr til Newark í New Jersey var 15.344 km langt. Lengsta flug í dag er milli Sydney og Dallas, en það er 20 kílómetrum styttra.