Flugvélapantanir og -afhendingar Boeing hafa ekki verið jafn fáar og þær voru á síðasta ári í rúman áratug. Vegna þessa hefur félagið misst toppsætið á lista yfir stærstu flugvélaframleiðendur heims yfir til keppinautanna í Airbus, en líkt og mikið hefur verið fjallað um í heimspressunni þá hefur kyrrsetning Boeing 737 Max leikið félagið grátt. FT greinir frá þessu.

Alls bárust Boeing 246 nýjar flugvélapantanir á síðasta ári og hafa pantanirnar ekki verið jafn fáar í um tvo áratugi. Þá afhendi félagið 380 vélar til viðskiptavina sinna og hafa afhendingarnar ekki verið færri síðan árið 2008. Til samanburðar afhendi félagið 806 vélar árið 2018. Áður en Max vélarnar voru kyrrsettar gerðu áætlanir félagsins ráð fyrir að afhenda á bilinu 895-905 vélar til viðskiptavina sinna.

Boeing bíður erfitt verkefni við að endurheimta toppsætið af Airbus, en sala á hinni vinsælu A320 vél Airbus hefur rokið fram úr sölu á 737 Max vélum Boeing.