Flugframleiðandinn Airbus kynnti í gær stærstu pöntun sem gerð hefur verið í heimi farþegaflugvéla. Alls hljóðar samningurinn, sem er við indverska flugfélagiðn IndiGo, upp á 15,6 milljarða dollara. Flugfélagið kaupir 180 vélar af Airbus.

Í frétt Reuters um málið segir að óvíst sé hvort Airbus eða Boeing, annar stærsti flugframleiðandi heims, hafi vinninginn á síðasta ári yfir flestar seldar vélar.

IndiGo kaupir 30 A320s-vélar en það er vinsælasta vél Airbus. Þá ætlar indveska félagið að kaupa 150 flugvélar af sömu tegund þegar uppfærð útgáfa kemur á markað.