Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus hefur hækkað verð á nýjum vélum um 4,4%. Þá mun verðið á A380, tveggja hæða vél Airbus, hækka um 8,4%.

Verðhækkunin tekur gildi nú í janúar samkvæmt tilkynningu frá Airbus.

Í tilkynningunni segir að verðhækkunin sé í takt við verðlagsþróun á varahlutum og öðrum þáttum sem snúa að flugvélaframleiðslu. Þá komi aukin verðhækkun á A380 vélum félagsins til vegna mikillar eftirspurnar þar sem sú vél skapi þeim flugfélögum sem hana nota verulegar tekjur.

Eins og gefur að skilja eru flugvélar ekkert ódýrar. Þannig nær listaverð Airbus allt frá 65,2 milljónum Bandaríkjadala til 375,2 milljóna dala.

Hér að neðan má sjá meðallistaverð Airbus. Allar tölur eru í milljónum dala.

  • A318 - 65.2
  • A319  - 77.7
  • A320  - 85.0
  • A321  - 99.7
  • A319/A320/A321 með sparneytnari hreyflum – 6,2 m.USD aukalega ofan á fyrrnefnd verð
  • A330-200 - 200.8
  • A330-200 Fraktvél - 203.6
  • A330-300  - 222.5
  • A340-300 - 238.0
  • A340-500 - 261.8
  • A340-600 - 275.4
  • A350-800XWB - 236.6 (A350 vélin er enn í þróun)
  • A350-900XWB - 267.6
  • A350-1000XWB - 299.7
  • A380-800 - 375.3