Airbus hefur hætt afhendingu á A320neo þotum með Pratt & Whitney-vélum og sett prófanir á þeim á ís eftir að vandamál kom upp með vélarnar. Airbus hefur látið flugfélög og flugfélagaleigur vita og tilkynnt að ekki sé ljóst hve langan tíma taki að leysa málið.

Heimildarmaður er hafður fyrir þessu í frétt Reuters gegn nafnleynd. Annar heimildarmaður segir að þoturnar verði ekki afhentar þó svo að afhentingu þeirra hafi ekki formlega verið frestað. Talsmaður Airbus segir að viðræður við viðskiptavini séu í gangi um afhendingu hverrar vélar fyrir sig.