Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur tilkynnt það að félagið gæti neyðst til að færa starfsemi sína úr Bretlandi ef bresk stjórnvöld ná ekki að semja um aðkomu sína að mörkuðum ESB. Starfsemi Airbus í Bretlandi er nokkuð umfangsmikil, en samtals starfa um það bil 14.000 manns hjá fyrirtækinu í 25 starfsstöðvum víðs vegar um Bretland. Frá þessu er greint á vef BBC .

Airbus vilja meina að þetta sé ekki hræðsluáróður, heldur blákaldur raunveruleiki sem þurfi að takast á við.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur útilokað að Bretland verði áfram aðili að tollabandalagi ESB, en áætlað er að Bretland yfirgefi ESB 29. mars á næsta ári.