*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Erlent 22. júní 2018 12:33

Airbus hótar að yfirgefa Bretland

Félagið gæti neyðst til að færa starfsemi sína úr Bretlandi ef bresk stjórnvöld ná ekki að semja um aðkomu sína að mörkuðum ESB.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur tilkynnt það að félagið gæti neyðst til að færa starfsemi sína úr Bretlandi ef bresk stjórnvöld ná ekki að semja um aðkomu sína að mörkuðum ESB. Starfsemi Airbus í Bretlandi er nokkuð umfangsmikil, en samtals starfa um það bil 14.000 manns hjá fyrirtækinu í 25 starfsstöðvum víðs vegar um Bretland. Frá þessu er greint á vef BBC.

Airbus vilja meina að þetta sé ekki hræðsluáróður, heldur blákaldur raunveruleiki sem þurfi að takast á við.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur útilokað að Bretland verði áfram aðili að tollabandalagi ESB, en áætlað er að Bretland yfirgefi ESB 29. mars á næsta ári. 

Stikkorð: Bretland Airbus
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is