Flugvélaframleiðandinn Airbus hyggst fjárfesta um 70 milljarða króna á Indlandi á næstu tíu árum. Peningnunum verður varið í byggingu útibús og flugskóla, en flugsamgöngumarkaður Indlands er í gríðarlegum vexti um þessar mundir. Indverska rískisflugfélagið Indian Airlines keypti áður 43 þotur af Airbus fyrir 155 milljarða króna og hafði Airbus sagt að 20% af þeim peningum færi til fjárfestinga á Indlandi, en nú hefur sú upphæð verið aukin umtalsvert.