Eftirlitsstofnun um spillingu í Bretlandi hefur hafið rannsókn á flugvélaframleiðandanum Airbus vegna svika, mútugreiðslna og spillingar.

Ásakanarnir snúast um utanaðkomandi ráðgjafa, en flugvélaframleiðandinn sem staðsettur er í Frakklandi segist vera í fullu samstarfi við stofnunina.

Í aprílmánuði frystu bresk stjórnvöld umsókn Airbus um útflutningsgreiðslur. Slíkar greiðslur eru notaðar af mörgum löndum til að styðja við útflutning, oft með því að ábyrgjast bankalán sem erlendir aðilar taka til að borga fyrir breskar útflutningsvörur. Á síðasta ári námu slíkar greiðslur um 6% af útflutningi fyrirtækisins.

Helstu flugvélahlutir framleiðandans eru framleiddir í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi. Venjulega styðja bresk stjórnvöld við útflutning Airbus í samstarfi við bresk og þýsk stjórnvöld. Nú hafa öll þrjú löndin hætt slíkum útflutningsstuðningi í bili.