Hagnaður evrópska flugvélaframleiðandans Airbus snarminnkaði milli áranna 2015 og 2016. Vandræði flugfélagsins tengjast A400M herflugvélinni sem að kostaði félagið 2,2 milljarða evra. Tekjur Airbus jukust þó um 3% milli ára og numu 66,5 milljörðum evra í fyrra.

Hagnaður Airbus minnkaði um 63 prósentustig milli ára, niður í 995 milljónir evra í fyrra. Haft er eftir Tom Enders, forstjóra Airbus, í frétt AFP fréttaveitunnar , að félagið hafi staðið við sínar skuldbindingar, með einni undantekningu, A400M flugvélunum.

Flugvélarnar átti að afhenda árið 2011 en hefur tafist talsvert. Airbus afhenti 17 A400M í fyrra samanborið við 11 árið 2015.