Stjórnarmeðlimir flugvélaframleiðandans Airbus, munu ræða saman um umbætur á rekstri fyrirtækisins á næstunni og segja aðilar sem nánir eru málinu að rætt verði um að færa starfsemi fyrirtækisins til annarra landa ásamt öðrum umbótum, segir í frétt Dow Jones.

Nú hefur einnig komið í ljós að samgönguyfirvöld innan Evrópu og Bandaríkjanna hafa leitt líkum að því að vegna stærðar og krafts þotuhreyfla Airbus A380 vélanna verði að gera varanlegar breytingar á flugsamgöngureglugerðum. Það myndi þá auka álag á flugvöllum og verða því A380 þoturnar síður vinsælar meðal flugvallarekenda, segir í fréttinni.

Tafir á afhendingu A380 þotunum eru mestu örðugleikar sem fyrirtækið hefur lent í, en sett hefur verið í gang umbótaáætlun sem á að spara fyrirtækinu 133 milljarða króna.

Vegna óhagstæðs gengis evrunnar gagnvart Bandaríkjadals, er talið að Airbus muni flytja hluta framleiðslu sinnar utan evrusvæðisins, segir í fréttinni.