Gríðarlegur viðsnúningur í flugvélaiðnaðinum á milli ára. Árið 2012 seldu Boeing verksmiðjunnar 1.203 flugvélar sem var 370 flugvélum meira en aðalkeppinauturinn, Airbus.

Á þessu ári hefur þetta gjörsamlega snúist við. Airbus hefur selt 1.314 flugvélar en Boeing 1.072. Airbus hefur sem sagt selt 242 flugvélum meira.

Viðsnúninginn má rekja til þess að Airbus hefur á árinu einbeitt sér sölu og framleiðslu minni flugvéla eins og A319s, A320s og A321s. Þessar flugvélar eru í samkeppni við Boeing 737 en sú vél er vinsælasta farþegaþota sem Boeing hefur framleitt frá upphafi. Mesti krafturinn hjá Boeing hefur hins vegar farið í vinnu við framleiðslu stærri véla eins og Boeing 787 og 777.

Í heildina hefur Airbus selt tæplega 23 prósent fleiri flugvélar en Boeing á þessu ári. En hlutfallið er enn stærra þegar sala minni véla, eins og t.d. Airbus A320s og Boeing 737, er skoðuð. Þá er munurinn 31 prósent.