Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus staðfesti í gær að fyrirtækið hyggðist segja upp tíu þúsund manns á næstu fjórum árum og væri það hluti af áætlun um að endurskipuleggja rekstur Airbus.

Ef áætlunin gengur eftir er búist við því að fyrirtækið muni spara sér kostnað upp á 2,1 milljarð evra árlega frá og með árinu 2010. Um 3.200 manns verður sagt upp störfum í Frakklandi, 3.700 í Þýskalandi, 1.600 í Bretlandi, 400 á Spáni og 1.100 manns í höfuðstöðvum Airbus í Toulouse