Staðan í pantanabók Airbus, líkt og hjá Boeing, hefur batnað mjög að undanförnu en félagið hyggst auka hlutdeild sína á ört vaxandi mörkuðum í Mið-Austurlöndum. Airbus greindi frá því í dag að félagið hefð fengið nýjar pantanir í alls 211 flugvélar í kjölfar flugsýningarinnar í Dúbaí.

Söluverðmæti vélanna nemur samtals um 20,5 milljörðum dala. Stærsta einstaka pöntunin var frá Quatar Airways sem pantaði 50 vélar af gerðinni A320neo auk fimm risaþotna af gerðinni A380.