Þeir sem eru ívið sverari um sig miðjan en meðalljóninn, yfir kjörþyngd - nú eða þurfa af öðrum sökum meira sætapláss en aðrir flugferðum geta brosað þessa dagana. Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus hefur nefnilega búið til ný og stærri sæti fyrir þá sem þurfa á slíku að halda.

Hulunni var svipt af sætunum á nýsköpunardegi flugframleiðenda í Toulouse í dag. Þau eru fimm sentimetrum breiðari en sæti í almennu farrými. Á móti gæti flugmiðinn orðið eitthvað dýrari en fyrir þá sem geta látið sér minni sæti duga. Þau sveru er nefnilega smíðuð fyrir A320-vélar Airbus og verða í viðskiptarými vélanna aftan við flugstjórnarklefann. Þessu til viðbótar er lengra á milli setu og þess á móti og fótarýmið því nokkru rýmra en í almennu rýmri.

Flugvélarnar frá Airbus eru sömu gerðar og Wow air leigir frá Avion Express.

Samkvæmt umfjöllun norska fréttamiðilsins e24.no eru sætin í almennu farrými í A320-vélum Airbus eru rétt rúmir 42 sentimetrar á breiddina. Stóru sætin sem Airbus kynnti í dag eru hins vegar 17 sentimetrum breiðari á báða kanta.