Ákæra sérstaks saksóknara gegn Elmari Svavarssyni, Birki Kristinssyni, Magnúsi Arnari Arngrímssyni og Jóhannesi Baldurssyni verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag samkvæmt dagskrá.

Fjórmenningarnir eru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga. Málið tengist 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis, sem þá var starfsmaður í einkabankaþjónustu Glitnis.