Í dag verður ákæra í Aurum-málinu svokallaða þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arnargrímsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, eru kærðir sem aðalmenn en Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri Baugs, og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis sem hlutdeildarmenn.

Málið varðar kaup Glitnis á skartgripakeðjunni Aurum af Pálma Haraldssyni fyrir sex milljarða króna. Mennirnir eru ákærðir fyrir umboðssvik sem eiga að hafa átt sér stað við sex milljarða króna lánveitingu Glitnis við kaupin.

Aurum-málið er annað málið sem rekið er gegn Lárusi. Hann var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, í Vafningsmálinu svokallaða nýverið.