Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir að starfsandinn á Alþingi hafi breyst til hins verra eftir hrun. Þetta sagði hann aðspurður út í málið í áramótablaði Viðskiptablaðsins.

„Þetta er þó persónubundið. Ég á ennþá ágætis félaga í öðrum flokkum og ég held að það sé mikilvægt að fólk haldi tengslum þótt það sé á öndverðum pólum í pólitíkinni. Ákæran á hendur Geir Haarde hleypti, eðlilega að mínu mati, illu blóði í marga sjálfstæðismenn og orðræðan á Alþingi eftir hrun hefur verið óvægnari,“ segir Illugi í samtali við Áramót

Hann segir að þetta sé eitthvað sem gerist reglulega þegar áföll hafi skekið þjóðina og sem dæmi sé hægt að nefna deilurnar á kreppuárunum á fjórða áratugnum. Svo jafni fólk sig. „Ég vona bara að við séum ekki að sigla sömu leið og Bandaríkjamenn, þar sem samvinna milli flokka á þinginu hefur minnkað mjög mikið og stjórnmálastarfið allt er orðið harðara og óvægnara.,“ segir Illugi.

Áramót, tímarit Viðskiptablaðsins, kom út á mánudaginn. Í blaðinu eru auk viðtalsins við Illuga Gunnarsson, viðtal við eigendur Ölgerðarinnar, Ásdísi Kristjánsdóttur hagfræðing, Þorstein Baldur Friðriksson, stofnanda Plain Vanilla, og Hugleik Dagsson svo dæmi séu nefnd. Þá er umfjöllun um veiði, Kardashian-hagkerfinu gerð skil sem og launum helstu knattspyrnumanna. Að auki er margt, margt fleira....