Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde fyrrverrandi forsætisráðherra, sagði fyrir Landsdómi að ákæran á hendur Geir væri vanreifuð, engin formleg sakamálarannsókn hefði verið gerð og lög um Landsdóm væru óljós. Þá sagði hann að Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari væri vanhæf vegna aðkomu hennar að skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og að jafnræðisregla stjórnarskrár væri brotin þar sem Geir H. Haarde væri aðeins einn ákærður en ekki aðrir ráðherrar. Þetta kemur fram á vef RÚV.