*

laugardagur, 15. ágúst 2020
Erlent 20. september 2019 17:59

Ákærðir fyrir að segja rétt frá

Tveir blaðamenn Bloomberg gætu átt von á 2-5 ára fangelsi vegna fréttar um fall tyrknesku lírunnar.

Ritstjórn
Blaðamennirnir voru ákæðir fyrir að greina frá viðbrögðum við falli tyrknesku lírunnar.
epa

Mál tveggja blaðamanna Bloomberg fréttastofunnar gegn tyrkneska ríkinu var tekið fyrir í fyrsta skipti í Tyrklandi í dag en þeir eru sakaðir um að gert tilraun til að grafa undan efnahagsstöðuleika í landinu. Málið varðar frétt sem þeir skrifuðu árið 2018 um hvernig stjórnvöld og bankar væru að bregðast við stærsta falli tyrknesku lírunnar frá árinu 2001. 

Tyrkneska líran veiktist sem dæmi um rúmlega veiktist um rúmlega 30% gagnvart evru í ágústmánuði 2018 samfara miklum erfiðleikum í efnahagsmálum og pólitískum óstöðugleika í landinu. Verðbólga hafði þá mælst 15,9% á síðustu 12 mánuðum auk þess sem þess sem lántökur ríkisins í erlendri mynt höfðu hækkað gífurlega. Það sem ýtti lækkuninni þó af stað var þegar Donald Trump forseti tilkynnit að Bandaríkin myndi tvöfalda tolla á stáli og áli frá Tyrklandi. 

Fyrr á þessu ári var fallist á ákæru saksóknara og farið fram á að þeir yrðu dæmdir í 2-5 ára fangelsi en það var fjármálaeftirlit Tyrklands sem fór fram á ákæru. Kerim Karakaya og Fercan Yalinkilic, blaðamenn Bloomberg eru þó ekki þeir einu sem eru ákærði vegna málsins heldur er sitja 36 manns til viðbótar undir ákæru vegna athugasemda á samfélagsmiðlum sem þóttu grafa undan tyrkneskum efnahagi og bönkum. 

Aðalritstjóri Bloomberg, John Micklethwait segir að verið sé ákæra blaðamennina fyrir réttan fréttaflutning. „Við munum halda áfram að styðja fullkomlega við bakið á blaðamönnum okkar, bæði í þessari dómsfyrirtöku og þeim sem á eftir fyljga. 

Þeir hafa verið ákærðir fyrir nákvæman og hlutlægan fréttaflutning á mjög fréttnæmu máli. Við stöndum með þeim og með fjölmiðlafrelsi. Við vonumst til þess að dómstóllinn geri það rétta í málinu og sýkni blaðamennina.“

Stikkorð: Bloomberg Tyrkland