Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm fyrrverandi starfsmönnum Glitnis í máli sem hefur verið kallað stóra markaðsmisnotkunarmál Glitnis. Kjarninn greinir frá þessu í dag.

Ákært er fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Málið er komið á dagskrá Héraðsdóms en málið verður þingfest þann 15. apríl nk.

Þeir fimm sem eru ákærðir eru Lárus Welding, fyrrum forstjóri Glitnis, og Jóhannes Baldursson, fyrrum framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá bankanum, Jónas Guðmundsson, Valgarð Már Valgarðsson og Pétur Jónasson.

Lárus og Jóhannes voru sakfelldir í Stím-málinu svokölluðu í desember. Lárus hlaut fimm ára dóm og Jóhannes tveggja ára dóm.