Ákæra sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni hefur verið vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Ástæðan er sú að dómari taldi að lýsingu háttsemi Hannesar væri ekki nógu skýr í ákærunni.

„Við tökum þriggja sólarhringa frest til að ákveða hvort við kærum til Hæstaréttar,“ sagði Finnur Þór Vilhjálmsson, fulltrúi hjá sérstökum saksóknara, spurður um viðbrögð við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur.

Ákæran á hendur Hannesi snýst að umdeildri tæplega þriggja milljarða króna millifærslu af bankareikningi FL Group í Kaupþingi í Lúxemborg í tengslum við viðskipti með flugfélagið Sterling.