Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá ákæru um umboðssvik gegn Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, og Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, í hinu svokallaða CLN máli.

Héraðsdómur sýknaði þá af ákæruatriðum árið 2016 en Hæstiréttur ómerkti dóminn og vísaði aftur til Héraðsdóms í október í fyrra.

Þremenningunum var gefið að sök að hafa lána sex félögum samtals 510 milljónir evra frá ágúst til október árið 2008 sem svo voru nýtt til að kaupa skuldabréf af Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingarálagi Kaupþings.

Hæstiréttur ómerkti dóminn eftir að í ljós kom að Deutsche Bank hefði gert samkomulag við Kaupþing ehf. sem og við Chesterfield United Inc. og Partridge Management Group um greiðslur þýska bankans á samtals 425 milljónum evra vegna viðskiptanna sem ákært var fyrir og greint var frá eftir að Hérðasdómur Reykjavíkur féll í ársbyrjun 2016.

Í dómi Héraðsdóms sem birtur var í dag kemur fram að ákæruvaldið hafi ekki rannsakað sem skyldi þau atriði er Hæstiréttur taldi að rannsaka þyrfti tengdu samkomulagi Deutsche Bank og Kaupþings. Af þessu leiði að málið væri ekki tækt til efnismeðferðar var því vísað frá dómi.

Héraðsdómur gerir ríkissjóði að greiða Herði Felix Harðarsyni, lögmanni Hreiðars Más, 1,5 milljónir króna í málsvarnarlaun, , Gesti Jónssyni lögmanni Sigurðar 1,6 milljónir króna og Kristínu Edwald, lögmanni Magnúsar 822 þúsund krónur.