Sérfræðingar sænska bankans SEB segja aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að vandamálum íslenska efnahagslífsins sé fagnaðarefni.

Dow Jones fréttastofan hefur eftir greinendum bankans að sjóðurinn muni leitast við að koma sem fyrst á greiðslumiðlun við útlönd, gera umbætur á því regluverki sem bankar starfa eftir hér á landi auk þess að sem að sérfræðingar IMF munu skoða ofan í kjölinn aðdraganda efnahagskreppunnar.

Jafnframt segja sérfræðingar SEB að starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi lært af mistökum fyrri ára og því muni sjóðurinn ekki leggja of íþyngjandi kröfur á íslensk stjórnvöld gegn því að hjálp berist.