Samdrátturinn á Íslandi verður djúpstæður og aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) kæmi sér vel við endurreisa traust á hagkerfi landsins og íslensku krónunni.

Þetta er mat David Carey, hagfræðings sem fer með málefni Íslands í Efnahags- þróunarstofnunni í París (OECD).

Í samtali við Dow Jones-fréttaveituna segir Carey bráðnauðsynlegt sé fyrir Íslendinga að koma bankakerfinu og gjaldeyrismarkaðnum í gang og því samhengi sé aðkoma IMF góð hugmynd.

Hinsvegar bendir hann á að samdrátturinn hér á landi eigi eftir að vera djúpstæður.

Þrátt fyrir að sumir sérfræðingar telji að IMF krefjist breytinga á stjórn efnahagsmála segir Carey að yfir það heila séu stoðir íslenska hagkerfisins traustar og sveigjanlegur vinnumarkaður gerir það að verkum að lengri tíma horfur fyrir íslenska hagkerfið séu góðar.

Hann bendir ennfremur á að íslenska hagkerfið hafi áður sýnt að það sé fljótt að jafna sig á miklum áföllum og komast á skrið á ný.