„Fyrstu þrír mánuðirnir voru erfiðir og báru þess merki að starfsemi MP banka var í reynd ekki komin af stað. Ég kom til bankans 1. júlí og þá gerðum við áætlanir um að nýta bæði innviði og fjármuni bankans betur og það var síðan ráðist hratt í þær,“ segir Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka.

„Það hefur gengið vel eftir og við reiknuðum með að desember yrði fyrsti mánuðurinn sem við kæmumst í plús. Þróunin varð síðan talsvert hagfelldari og september var fyrsti mánuðurinn sem við vorum réttum megin við strikið og frá því hefur verið hagnaður af rekstri bankans. Þannig var hagnaðurinn á síðari hluta ársins 140 milljónir sem er umfram áætlanir. Við teljum okkur enn eiga nokkuð inni þannig að við erum bjartsýn á framtíðina.“

Nánar er fjallað um uppgjör MP banka í nýjasta tölublaðið Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast það undir liðnum tölublöð.