*

föstudagur, 14. ágúst 2020
Innlent 10. júlí 2020 17:30

Akta stofnar nýjan sjóð

Akta hefur stofnað skuldabréfasjóðinn Akta VaxtaVeröld sem hóf starfsemi þann 26. júní síðastliðinn.

Ritstjórn
Birgir Haraldsson, Davíð Stefánsson og Þórhallur Ásbjörnsson skipa fjárfestingateymi Akta VaxtaVeraldar
Aðsend mynd

Akta hefur stofnað skuldabréfasjóðinn Akta VaxtaVeröld sem hóf starfsemi þann 26. júní síðastliðinn. Frá þessu er greint á vef Akta.

Akta VaxtaVeröld fjárfestir í innlendum og erlendum skuldabréfum og beitir virkri gjaldeyrisstýringu í fjárfestingarstefnu sinni.

„Við stýringu sjóðsins er lögð rík áhersla á fjárfestingar í skráðum og seljanlegum eignum. Markmið sjóðsins er að ná umframávöxtun með stýringu á vægi áhættumeiri og tryggari skuldabréfa annars vegar og stýringu gjaldeyrisáhættu hins vegar. Akta VaxtaVeröld hefur víðtækar fjárfestingarheimildir og er vægi erlendra eigna almennt á bilinu 40-70%. Sjóðurinn hefur einnig heimild til að binda allt að 100% af eignum sjóðsins í bandarískum ríkisskuldabréfum," segir í fréttinni á vef Akta. 

Fjárfestingateymi sjóðsins skipa Birgir Haraldsson, Davíð Stefánsson og Þórhallur Ásbjörnsson. Teymið býr yfir mikilli þekkingu og umfangsmikilli reynslu af skuldabréfamarkaði, sjóðastýringu og innlendum og alþjóðlegum fjárfestingum.

Stikkorð: sjóðir Akta