*

fimmtudagur, 21. október 2021
Innlent 18. mars 2020 13:34

Aktu Taktu Skúlagötu opnar 24/7

Gleðipinnar opna Aktu Taktu við Skúlagötu allan sólarhringinn því fleiri vilja versla í gegnum lúgu. Bjóða börnum fríar máltíðir.

Ritstjórn
Jóhannes Ásbjörnsson er einn eigenda og talsmaður Gleðipinna, sem nýlega sameinuðust Foodco veitingahúsasamsteypunni.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Gleðipinnar hafa ákveðið að opna stærsta Aktu Taktu staðinn allan sólarhringinn og gefa þannig viðskiptavinum færi á að geta verslað þar allan sólarhringinn. Meðal markmiða að geta boðið fólki á næturvöktum þjónustu í gegnum lúgu.

„Við erum að upplifa afar sérstakar aðstæður í samfélaginu. Við sem og aðrir erum að leita allra leiða til að þjónusta okkar viðskiptavini sem best,“ segir Jóhannes. „Við höfum orðið varir við mikla aukningu í eftirspurn á Aktu taktu sem kemur ekki á óvart þar sem að þar er afgreitt er í gegnum lúgu”, segir Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna.

Veitingastaðir Gleðipinna verða áfram opnir næstu vikurnar en fyrirmælum Sóttvarnarlæknis verður fylgt og staðan metin daglega. Ýmsar sértækar aðgerðir hafa verið ræstar til þess að veitt sem besta þjónustu í þessum sérstöku aðstæðum.

Meðal aðgerðanna má nefna:

  • Frítt að borða fyrir börnin.

Öll börn borða frítt á veitingastöðum Gleðipinna næstu fjórar vikurnar eða þar til samkomubanni er aflétt. Tilboðið gildir bæði í sal og í Take away allan opnunartíma allra veitingastaðanna (einn barnaréttur fylgir hverjum seldum aðalrétti).

  • 15 lúgur á höfuðborgarsvæðinu.

Aktu taktu staðirnir við Skúlagötu, í Stekkjarbakka, í Ásgarði og Fellsmúla, afgreiða allir í gegnum lúgu. Eins og áður sagði verður Aktu Taktu Skúlagötu opinn allan sólarhringinn um óákveðinn tíma.

  • Heimsending

Eftirtaldir veitingastaðir Gleðipinna senda heim með Aha heimsendingarþjónustu: Blackbox, Eldsmiðjan, Fabrikkan, Pítan, Roadhouse, Shake&Pizza. Hafa ber í huga að mikið álag hefur skapast í heimsendingu hjá Aha og tekur biðtími mið af álagi hverju sinni.