Akureyrarbær mun leggja Sparisjóði Höfðhverfinga til stofnfé við stofnun útibús sparisjóðsins á Akureyri. Njáll Trausti Friðbertsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, segir í samtali við Fréttablaðið að stofnun nýs sparisjóðs geti styrkt bæjarfélagið til skamms tíma. Fulltrúar Samfylkingar og Framsóknarflokks leggjast gegn stofnfjárframlaginu.

Hermann Jón Tómasson, Samfylkingu, segir bæinn fram til þess að aðeins hafa lagt fé til uppbyggingar atvinnustarfsemi sem ekki er í samkeppni við fyrirtæki sem þegar eru til staðar og Petra Ósk Sigurðardóttir, Framsóknarflokki, segir það rangt að leggja fé í slíkt verkefni meðan skera þurfi niður grunnþjónustu.

Ekki er ljóst hversu mikið stofnfé Akureyrarbær hyggst leggja sjóðnum til en fram kemur að Akureyrarbúum verði kleift að kaupa stofnfé sem fyrst.