Akureyrarbær hefur selt skuldabréf á markaði fyrir samtals 940 milljónir króna til að fjármagna framkvæmdir við hjúkrunarheimili og til að endurfjármagna stóran skuldabréfaflokk, sem er á gjalddaga í mars á næsta ári.

Á fundi bæjarráðs í byrjun júní sl. var fjármálastjóra bæjarins falið að selja skuldabréf á markaði til að fjármagna framkvæmdir hjúkrunarheimilisins við Vestursíðu og jafnframt til að endurfjármagna stóra skuldabréfaútgáfu frá árinu 2003, sem er með gjalddaga í mars á næsta ári. Eigendum  þessa skuldabréfaflokks var boðið að skipta yfir í ný skuldabréf og samkvæmt frétt Vikudags tóku um 9 af 10 eigendum þessu boði. Ávöxtunarkrafan á nýju bréfunum var 3,6%.