Gengið hefur verið frá kaupum fyrirtækisins Neptune á Akureyri á rannsóknarskipi sem sinna mun vinnu tengdri olíuleit víða um heim. Skipið kemur frá Ástralíu og var það í eigu ástralska ríkisins. Fyrir á fyrirtækið tvö rannsóknarskip sem heita Neptune og Poseidon. Ágúst H. Guðmundsson hjá Neptune segir í samtali við Vikudag á Akureyri að með kaupunum megi vænta að þjónustan batni.

Neptune hefur unnið fyrir mörg stór alþjóðleg fyrirtæki í orkugeiranum í gegnum tíðina, s.s. Shell og Statoil. Hann reiknar með að verkefnunum muni fjölga á næstunni.