„Ég bara ákvað að segja upp störfum og leita annað,“ segir Baldur Oddur Baldursson, sem á miðvikudaginn hætti sem forstjóri Wow air, í samtali við Morgunblaðið í dag.  Tilkynnt var að Skúli Mogensen tæki við forstjórastarfinu um leið og fjárfestingafélag hans myndi setja hálfan milljarð til viðbótar inn í flugfélagið.

Aðspurður Í Morgunblaðinu hvað hann muni taka sér næst fyrir hendur segir Baldur það vera í skoðun. Hann er einnig hættur sem framkvæmdarstjóri Titan, sem er fjárfestingarfélag Skúla. Í samtali við Viðskiptablaðið sagði Skúli að samstarfi þeirra væri lokið og í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Skúla að viðskilnaðurinn væri í „mesta bróðerni“. Baldur hafi hætt í Títan áður en hann hætti hjá Wow.