Utanríkismálanefnd Alþingis samþykkti í morgun að slíta aðildarviðræðum við ESB. Á sama tíma var tilkynnt um að sex kaflar yrði opnaðir og einum lokað í aðildaviðræðunum. Ríkjaráðstefna stóð yfir í morgun og í framhaldi var haldinn blaðamannafundur um stöðu Íslands í aðildarviðræðum. Þar kom fram að ferlið gengi hratt og örugglega fyrir sig en kaflarnir eru 33 samtals. Ekki var búið að tilkynna Össuri um þessa niðurstöðu nefndarinnar þegar blaðamannafundurinn fór fram.

Það voru Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn, sem eru í minnihluta utanríkismálanefndar, sem lögðu fram tillögu þessa efnis í nefndinni. Með samþykki Jóns Bjarnasonar, þingmanns VG, varð til meirihluti um málið í nefndinni.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði að kaflarnir sem voru opnaðir í dag gætu skipt meiru máli og verið erfiðari en þeir kaflar sem eftir eru. Sjávarútvegur og landbúnaður eru kaflarnir sem er óvíst um hvenær verði opnaðir en það er ekki búist því fyrr en eftir kosningar.

Kaflarnir sem voru opnaðir voru frjálsir vöruflutningar, skattamál, efnahags og peningamál sem Össur sagði að væri mikilvægasti kaflinn af þessum sex, byggðastefna og samræmning uppbyggingarsjóða, utanríkismál og að lokum samkeppnismál.