Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins að lækka vexti á svokölluðu Dróma-skuldabréfi í eigu Arion banka um 1,75 prósentustig kostaði bankann 4,25 milljarða króna á síðasta ári. Morgunblaðið greinir frá þessu en í rekstrarreikningi bankans kemur fram að bankinn hafi þurft að afskrifa 3,5 milljarða króna vegna ákvörðunar FME og auk þess bætist við 750 milljón króna vaxtatap vegna hinnar afskrifuðu eignar. Í útskýringum við rekstrarreikninginn kemur fram að bankinn muni gera allt til þess að hnekkja ákvörðun FME:

Hið umrædda skuldabréf er sem sagt kennt við Dróma, sem er nafn skilanefndar Spron, en þegar Arion banki tók yfir innlán Spron við fall sjóðsins fékk hann skuldabréf hjá ríkinu með veði í öllum eignum þrotabúsins. Samkvæmt samkomulagi Arion við ríkið bar skuldabréfið 175 punkta vaxtaálag ofan á millibankavexti i Reykjavík (REIBOR). Þessu samkomulagi hefur FME nú breytt og gildir sú breyting afturvirkt frá 1. júlí í fyrra.