Í gær ræddu fulltrúar Bjartrar framtíðar, Pírata, Viðreisnar, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar saman um ríkisstjórnarmyndum. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, fékk stjórnarmyndunarumboðið frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands síðastliðinn föstudag.

Í fréttatilkynningu frá Pírötum kemur fram að umræðurnar hafi gengið vel og gert er ráð fyrir því að fulltrúar flokkanna fundi aftur í dag og verður ákvörðun tekin um formlegar stjórnarmyndunarviðræður í lok þessarar viku.