Á aðalfundi í dag ákváðu hluthafar Síldarvinnslunnar í Neskaupstað að fresta ákvörðun um arðgreiðslu fyrir síðasta ár vegna óvissu um sjóðstreymi fyrirtækisins vegna Viðskiptabanns Rússa. RÚV greindi fyrst frá þessu.

Síldarvinnslan á miklar útistandandi kröfur í Rússlandi og hafa birgðir aukist verulega. Í samtali við RÚV útilokaði Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður, ekki að arður yrði greiddur út síðar. SVN muni ekki segja upp fólki vegna innflutningsbanns Rússlands, en vinnan gæti minnkað. Þorsteinn Már sagðist ekki vilja blanda saman umræðu um veiðigjöld og viðskiptabann Rússa líkt og utanríkisráðherra hefur gert.